Draumar og
túlkun þeirra
Opinn fyrirlestur og námskeið í Grafarvogskirkju
Langar þig að vita hvað draumarnir þínir þýða? Langar þig að muna betur draumana þína? Langar þig að læra betur á tilfinningar þínar? Draumaprestur verður með námskeið í Grafarvogskirkju 26. nóvember og 3. desember kl. 20. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis, en námskeiðið í framhaldinu kostar 5000 kr.

Um námskeiðið
Námskeiðið fjallar um drauma, eðli þeirra og tilgang, og hvernig hægt er að vinna með þá í daglegu lífi sér til andlegrar uppbyggingar. Byggt er á kenningum C.G. Jungs um djúpsálarfræði og drauma, auk þess sem fjallað er um drauma í Biblíunni og krisitnni trú, sem og í íslenskri menningu. Fyrsti hluti námskeiðsins er opinn fyrirlestur og er þátttakendafjöldi ótakmarkaður. Síðari hluti námskeiðsins er lokaður og 20 pláss í boði. Þar verður lögð áhersla á ,,draumavinnu fólk leggur fram drauma og vinnur með þá í samvinnu við hópinn.
Umsjónarkona námskeiðsins er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Sr. Arna hefur áralanga reynslu í að nota draumavinnu í sálgæslu og hefur sótt sér fræðslu og þjálfun í þeim efnum hjá reyndum aðilum. Þar að auki hefur hún aflað sér aukinnar menntunar og þjálfunar í sálgæslu og viðtalstækni.
Markmið námskeiðsins:
Að fólk fái yfirsýn yfir ýmsar hugmyndir og kenningar um svefn og drauma
Að fólk fái þjálfun í að ráða og vinna með sína eigin drauma eftir kenningum djúpsálarfræðinnar.
Að kynna fyrir fólki hin ýmsu draumatákn og ólíka merkingu þeirra.
Að þjálfa fólk í að muna drauma sína og skrá þá með ólíkum aðferðum.
Skráning hér að neðan:
Skráning á námskeið
Gott væri að það komi fram í athugasemdum hvort þú hefur hug á að koma bara á fyrirlesturinn eða hvort tveggja