top of page

Morgunbæn - Jósef

Writer: arnayrrarnayrr

Ég les úr fyrstu Mósebók:

Ísrael unni Jósef mest allra sona sinna því að hann hafði átt hann í elli sinni. Og hann lét gera honum dragsíðan kyrtil. [ 4 Þegar bræðrum hans varð ljóst að faðir þeirra elskaði hann meir en þá lögðu þeir hatur á hann og gátu ekki talað vinsamlega við hann. 5 Eitt sinn dreymdi Jósef draum. Þegar hann sagði bræðrum sínum frá honum hötuðu þeir hann enn meir. 6„Heyrið nú hvað mig dreymdi,“ sagði hann. 7 „Við vorum úti á akri að binda kornknippi og mitt kornknippi reisti sig og stóð upprétt en ykkar kornknippi röðuðu sér umhverfis og lutu mínu.“ 8 Þá sögðu bræður hans við hann: „Ætlarðu að verða konungur og ríkja yfir okkur?“ Og þeir hötuðu hann enn meir vegna drauma hans og þess sem hann sagði. 9 Síðan dreymdi hann annan draum og sagði bræðrum sínum frá honum: „Mig dreymdi annan draum. Mér þótti sólin, tunglið og ellefu stjörnur lúta mér.“ 10 Þegar hann sagði föður sínum og bræðrum frá þessu ávítaði faðir hans hann og sagði: „Hvaða draumur er þetta sem þig hefur dreymt? Eigum við að koma, ég og móðir þín og bræður þínir, og lúta til jarðar fyrir þér?“ 11 Og bræður hans öfunduðu hann en faðir hans festi þetta í huga sér.

Draumar Jósefs voru auðráðnir. Bræður hans og faðir túlkuðu þá þannig að Jósef væri haldinn mikilmennskubrjálæði, og faðir hans hafði áhyggjur. En það er athyglisvert að það eru einmitt draumar Jósefs sem koma þeirri atburðarás af stað, sem verður til þess að þeir rætast. Ef Jósef hefði þagað, og ekki sagt frá draumum sínum, þá vitum við ekki hvernig framhaldið hefði orðið.

Oft eru draumar aðeins flóknari, og stundum missum við sjónar á boðskap þeirra ef við einblínum á að túlka þá sem fyrirboða fyrir órðna hluti. Djúpsálfræðikenningar ganga út frá því að við getum alltaf túlkað drauminn sem vísbendingu um líðan okkar sjálfra. EF þig dreymir t.d. manneskju í draumi, þá er hún táknmynd fyrir einhverja hlið persónuleika þíns. Ef þig dreymir t.d. Jón, nágranna þinn, sem er alltaf svo atorkusamur og iðinn, gæti það þýtt að þú þurfir að gefa gaum að þinni atorkusemi og dugnaði á einhvern hátt.

Og ef þig dreymir Siggu frænku, sem er alltaf reið, þá þarftu kannski að vinna með þína reiði á einhvern hátt.


Comments


bottom of page